
Gagnarök
Konfektmolar í veröld markaðsmála
Gagnarök
Fréttablaðið er fallið - Staðan á birtingamarkaði
Í þessum þætti af Gagnarök fara þau Ómar, Hrafnhildur, sérfræðingur í innlendum birtingum, og Arnar, sérfræðingur í erlendum birtingum, yfir þá staðreynd að Fréttablaðið heyrir nú sögunni til og hvaða þýðingu það mun hafa fyrir auglýsingabirtingar á íslenskum sem og erlendum mörkuðum.
Í þættinum köfum við ofan í:
- Hvað eru birtingar og hvernig virka þær
- Hvað þýðingu fall Fréttablaðsins hefur fyrir birtingar
- Munu erlendar birtingar éta upp þær innlendu
- Góð ráð til að ná árangri í birtingum
UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.
Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.
Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing