
Gagnarök
Konfektmolar í veröld markaðsmála
Gagnarök
Hnökralaust ferðalag í notendaupplifun (UX) & stafrænni hönnun er gulls ígildi | Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Kolibri
Gestur þáttarins að þessu sinni er Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Kolibri.
Kolibri er hugbúnaðar- og hönnunarfyrirtæki sem tekur að sér alls kyns stafræn verkefni, t.a.m. hönnun, vefi, öpp og stafrænar lausnir sérsmíðaðar til að búa til fyrsta flokks notendaupplifun og hjálpa fyrirtækjum á borð við Íslandsbanka, TM, Alcoa og Háskóla Íslands í sinni stafrænu vegferð.
Anna, sem lýsir sjálfri sér sem baráttukonu fyrir jafnrétti og stöðu kvenna í tækni, True Crime heimildarmynda-nöttara og nautnasegg á góðu kaffi, lærði stafræna hönnun og upplýsingafræði í ITU í Kaupmannahöfn.
Hún starfaði hjá danska SaaS fyrirtækinu Siteimprove og Origo á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Kolibri, en þar hefur hún starfað síðastliðin fimm ár og tók nýlega við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Við ræddum við Önnu um:
- Hvað er góð notendaupplifun og af hverju er hún mikilvæg?
- Hvað er "Agile" og "Design Thinking" aðferðafræði?
- Hver eru góð tips & tricks við hönnun?
- Hvert er ferlið við stafræna hönnun?
- Hvernig markaðssetur Kolibri sig?
UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.
Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.
Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing