
Gagnarök
Konfektmolar í veröld markaðsmála
Gagnarök
B2B Leads ráðstefnan 28 sept - sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi
Í þessum þætti af Gagnarök segja Ómar og Biggi frá B2B Leads ráðstefnunni sem mun fara fram hinn 28 september í hugmyndahúsinu Grósku í Vatnsmýrinni.
Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er ætluð að hjálpa fyrirtækjum sem starfa á fyrirtækjamarkaði, betur þekktur sem B2B markaðurinn (Business to Business) og íslensku hugviti að vaxa út um allan heim. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mun setja ráðstefnun
Íslandi kraumar ótrúlega mikið af spennandi fyrirtækjum sem búin er að smíða frábæra vöru en vantar aðstoð við sölu- og markaðsstarf.
Markmið ráðstefnunnar er að hjálpa fyrirtækjum, hvort sem þau eru rótgróin eða í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, að ná betri árangri í markaðsstarfi með því að nýta nýjustu aðferðir í stefnumótun, efnisgerð, herferðum og mælingum. Jafnframt verða nýjustu tækin og tólin á markaðnum skoðuð í þaula
Tilgangur ráðstefnunnar ekki síður að búa til samfélag fyrir B2B fyrirtæki og veita þeim vettvang til að læra hvort af öðru.
Á ráðstefnunni verða erindi flutt frá 20 fyrirlesurum frá alþjóðlegum B2B fyrirtækjum á borð við Hubspot, Cognism, B2Linked og Q Content, sem og leiðandi fyrirtækjum á Íslandi svo sem, Marel, Gangverk, Good Good, 50 skills og mörgum fleirum.
Áhersla verður lögð á raundæmi og gagnlegar ráðleggingar sem nýtast fyrirtækjum við dagleg störf. Bergur Ebbi rýnir í kristalskúluna og spáir fyrir um framtíð markaðs- og sölumála.
Í þættinum köfum við ofan í:
- Til hvers er ráðstefnan?
- Fyrir hverja er hún?
- Hver er dagskráin?
- Hverjir eru fyrirlesarar?
- Hvað mun fólk læra á ráðstefnunni?
UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.
Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.
Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing