
Gagnarök
Konfektmolar í veröld markaðsmála
Gagnarök
Tæki & tól | FIGMA hönnunarkerfið
Í þessum þætti af Gagnarök fjalla Ómar og Biggi um hið gríðarlega vinsæla hönnunarkerfi - FIGMA - sem mörg teymi nota í dag við vefsíðuhönnun, hönnun á myndefni, hönnun á vörum, efnisgerð og fleira.
Figma var stofnað árið 2012 og er með höfuðstöðvar í San Fransisco. Árið 2022 náði Adobe samkomulagi um að kaupa bandaríska hönnunarfyrirtækið fyrir ríflega 20 milljarða dala.
Einn helsti styrkleiki FIGMA er hversu auðveld samvinna er í gegnum tólið og því hefur tólið náð miklum vinsældum hérlendis sem og um allan heim hjá teymum eins og markaðsteymum, hönnuðum, vefstofum, vöruhönnuðum og forriturum.
Í þættinum köfum við ofan í:
- Hvernig er hægt að nýta FIGMA?
- Hverjir eru kostir FIGMA?
- Hver eru tips & tricks við að nota FIGMA?
- Hver eru gagnleg plug-ins fyrir FIGMA?
- Hvar stendur gervigreind í hönnun?
UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.
Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.
Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing