Gagnarök

Hvað er þetta ChatGPT og hvernig gagnast það mér (Part 2)? | Bjarni Gíslason, stofnandi Gagnagúru

Season 1 Episode 32

Gestur þáttarins er Bjarni Þór Gíslason sem nýlega stofnaði gagna- og gervigreindar ráðgjafarfyrirtækið Gagnagúru.

Bjarni er með yfir 20 ára reynslu af uppbyggingu vöruhúsa gagna og greiningu gagna með viðskiptagreindarhugbúnaði. Hann er með M.Sc. gráðu í þekkingarstjórnun og gervigreind (e. Informatics) frá University of Edinburgh og B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands.Áður starfaði Bjarni sem stafrænn leiðtogi og forstöðumaður hjá Seðlabanka Íslands og upplýsingatæknistjóri hjá Fjármálaeftirlitinu.

Nýja fyrirtækinu hans er ætlað að hjálpa öðrum fyrirtækjum og stofnunum veitir sérfræðiráðgjöf gervigreind og agile verkefnastjórnun. Markmið er að Gagnagúru er að hámarka virði úr gögnum og auka skilvirkni í verkefnastjórnun, ákvarðanatöku og fleira með nýjustu tækni.

Við ræddum við Bjarna um

  • Af hverju er mikilvægt að nýta gögn og gervigreind? 
  • Hvernig notar fólk gervigreind í leik og starfi?
  • Hver eru helstu tólin sem fólk er að nota?
  • Hver er staðan á þróun á gervigreind?
  • Hvað gerðist hjá OpenAI um daginn?


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing