
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
92. Frjósemi og heilsa. (Mögulegar ástæður ófrjósemi, mýtur, offita, úrræði og hlutverk lífsstíls). Snorri Einarsson
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Einarsson sérfræðing í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum um áhrif lífsstíls á frjósemi, mögulegar ástæður ófrjósemi, mýtur og hvaða úrræði eru í boði.
Snorri hefur starfað við ófrjósemislækningar frá 2006 og er framkvæmdastjóri, yfirlæknir og einn af stofnendum Livio Reykjavík.
Í frítímanum er það fjölskyldan og börnin fjögur sem skipa stærstan sess og ekki er það verra ef öll fjölskyldan er saman á ferðalögum, í golfi eða á skíðum.
Hlaðvarpið er í samstarfi við:
💙 GeoSilica - 15% afsláttur með kóðanum Heilsuerla
🌱 Spíruna - Ekki missa af Sumarsalati HeilsuErlu
🐘 Virkja - Bókaðu frítt 20 mín kynningarviðtal
💗 Þín fegurð - 2.hæð í Firðinum í hjarta Hafnarfjarðar
💦 Ungbarnasund Erlu - Töfrandi samverustundir!
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!