
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
95. Hvatberaheilsa. (Vannæring, PCOS, næringarráðleggingar, faraldsfræði, efnaskipti og fræolíur). Ragnheiður Vernharðsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Ragnheiði Vernharðsdóttur, sérnámslækni í augnlækningum og fjögurra barna móður sem er nýlega flutt heim til Íslands eftir nám í Noregi.
Ragnheiður brennur fyrir bætta heilsu og vellíðan, bæði hjá sjálfri sér og öðrum og hefur í raun prófað allt milli himins og jarðar til að bæta heilsu sína. Til dæmis ólíkar tegundir mataræðis eins og vegan, grænmetisfæði og keto, fjölbreytta hreyfingu og ýmsar leiðir til sjálfsræktar.
Hún skilur í dag að heilsa snýst ekki um útlit heldur líðan og jafnvægi. Ragnheiður miðlar þessu í hlaðvarpinu Baby Let’s Talk, þar sem hún kafar djúpt í vísindi og fræðin allt niður í frumur okkar, og með Baby Let’s Move appinu sem styður konur á meðgöngu og eftir fæðingu.
Í viðtalinu fáum við að heyra hennar sögu, hvað knýr hana áfram og hvernig hún nálgast heilbrigði út frá bæði fræðunum og lífinu sjálfu.
Hún segist ekki vilja predíka, heldur sé að miðla því sem hún hefur lært og kynnt sér í þaula og það sem virkar fyrir sig.
Áhugasamir geta fylgst með Ragnheiði á Instagram
Hlaðvarpið er í samstarfi við:
💙 GeoSilica - 15% afsláttur með kóðanum Heilsuerla
🌱 Spíruna - Ekki missa af Sumarsalati HeilsuErlu
🐘 Virkja - Bókaðu frítt 20 mín kynningarviðtal
💗 Þín fegurð - 2.hæð í Firðinum í hjarta Hafnarfjarðar
💦 Ungbarnasund Erlu - Töfrandi samverustundir!
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!