
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
Hvað er Virkja og hvernig getur markþjálfun hjálpað þér að vaxa? (Heilsumoli 25)
Í þessum heilsumola ræða Erla og Laufey um Virkja og hvernig markþjálfun hefur hjálpað þeim að vaxa.
Virkja er einn af dyggu samstarfsaðilum hlaðvarpsins og ég get ekki mælt meira með náminu hjá þeim en eins og þið heyrið í spjallinu þá hefur það gefið mér mjög mikið.
Hægt er að bóka fría 20 mínútna námskynningu á virkja.is <3 Kíktu á Virkja á Instagram
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!