Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
101. Sorg er eins og öldugangur. (Íþróttir, ofþjálfun, missir, áföll, örmögnun, lífsgleði og drifkraftur). Silja Úlfarsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Silju Úlfarsdóttur um lífið, sorgina, missir, áföll, mikilvægi íþrótta, eldmóð, fyrirmyndir og margt fleira. Farið er yfir allan tilfinningaskallann frá hlátri til gráturs.
Silja er að eigin sögn íþróttapönkari sem brennur fyrir málefni sem tengjast íþróttum og hefur verið mikill jáhrifavaldur í þeim málefnum síðustu ár. Hún er algjör gleðisprengja, vinur vina sinna, stórkostleg mamma og er með alveg magnaðann og smitandi drifkraft.
Á nokkurra ára tímabili dundu röð áfalla yfir Silju og fjölskyldu hennar og í viðtalinu segir hún frá því hvernig það er að vinna úr slíkum áföllum, lifa með sorg og halda áfram lífinu.
Silja heldur úti síðunni Klefinn.is og frábæra hlaðvarpinu Klefinn
Áhugasamir geta einnig kíkt á Siljaulfars.is
Þátturinn er unninn í samstarfi við:
💙 Heilsuhillan- Hair Volume frá New Nordic- fyrir fallegt og heilbrigt hár.
🌱 Spíruna - Ert þú búin að smakka Heilsusalat HeilsuErlu?
🐘 Virkja - Bókaðu frítt 20 mín kynningarviðtal
💗 Þín fegurð - 2.hæð í Firðinum í hjarta Hafnarfjarðar
💦 Ungbarnasund Erlu - Töfrandi samverustundir!
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!