
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
HEILSUÁSKORUN (Heilsumoli 27)
Hvernig væri að breyta gömlum venjum sem eru ekki að gagnast þér lengur?
Þessi áskorun snýst um að velja sér EITT atriði sem mun hafa jákvæð áhrif á heilsu þína og gera það daglega eða vikulega (fer eftir þínu markmiði) fram til 1.janúar 2026. Þú getur annað hvort bætt einhverju góðu inn í líf þitt eða tekið út eitthvað sem er að hafa neikvæð áhrif á heilsuna.
Þetta getur t.d verið að bæta inn daglegu þakklæti, hreyfingu, lesa í 15 mínútur eða taka út áfengi, sykur, hætta að taka símann með upp í rúm o.s.fr.v.
EF ÞÚ BREYTIR ENGU- BREYTIST EKKERT!
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!