
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
98. Settu athyglina á gnægð en ekki skort. (Þakklæti, núvitund, náttúran, hamingja og bjargráð). Erla Súsanna Þórisdóttir
Í þættinum ræðir Erla við nöfnu sína Erlu Súsönnu Þórisdóttur og þakklætisdrottningu. Erla Súsanna er með heimasíðuna Töfrakistan og gaf fyrir nokkrum árum út Þakklætisdagbókina, sem er verkfæri sem getur hjálpað þér að innleiða hugarfar þakklætis inn í daglegt líf.
Erla er að eigin sögn fróðleiksfús manneskja, jarðbundin en líka fiðrildi, lífsglöð og jákvæð. Henni þykir gaman að grúska í og skoða hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Hún stafaði sem grunnskólakennari í 13 ár og var mjög umhugað um vellíðan kennara og nemenda og kenndi nemendum t.d. jóga, hugleiðslu og núvitund.
Erla segir okkur hvernig hún fékk áhuga á þakklætisfræðunum og afhverju það skiptir máli að tileinka sér þakklæti en rannsóknir hafa meðal annars sýnt fram að aukna hamingju, betri svefn, meiri samkennd, meiri hvati til þess að hreyfa sig og meiri bjartsýni.
Erla hefur búið í fjórum löndum á fimm árum og segir frá því hvað hún hefur lært á hverjum stað fyrir sig og hvað hún hefur lært á öllum þessum flutningum. Þá deilir hún með okkur morgunrútínu sinn og þakklætisæfingunni Hell Yes- Hell No.
Áhugasamir geta fylgt Erlu Súsönnu á Instagram eða á Töfrakistan.is
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!