Álhatturinn
Þrír vinir með enga sérfræðiþekkingu ræða samsæriskenningar á vitrænum og glórulausum nótum.
Álhatturinn
Stórfótur (e. Bigfoot) er til
Hver kannast ekki við að hafa heyrt eða lesið sögur um stórfót hinn ógurlega, eða sambærilega veru?
Einhverskonar risavaxinn og kafloðinn mannapa sem gengur uppréttur og virðist ráfa um mannheima hrellandi fólk og ýmsan búfénað á afskekktum svæðum? Til eru mýmargar sögur víðvsvegar um heiminn af fjöldanum öllum af stórfótum allt frá Bandaríkjunum og Kanada til Ástralíu, Namibíu og Braselíu og víðar.
Mannaparnir eða stórfótarnir eru sumir hverjir ógnar stórir en aðrir smærri, allt eftir því frá hvaða menningarheimi sögurnar eru.
En þrátt fyrir fjöldan allan af þjóðsögum og munnmælum um þessar gríðarstóru verur þá hefur engum tengist að sanna tilvist þeirra. Engar beinagrindur, hauskúpur eða ummerki um verurnar hafa fundist og ekki svo mikið sem ein hárlufsa, sem tekist hefur að sanna að tilheyri stórfæti eða einhverskonar risavöxnum mannapa.
Þá virðist líka allt myndefni af verunum vera frá sjötta eða sjöunda áratug tuttugustu aldar og af einhverjum ástæðum hefur enginn stórfótur náðst á mynd eftir tilkomu myndavélasímanna. Er það vegna þess að stórfætur eru raunverulega ekki til eða er það vegna þess að stjórnvöld um allan heim og vísindasamfélagið þegja og hylma yfir tilvist þeirra?
Búa þessar verur mögulega yfir einhverskonar hæfileikum til þess að gera sig ósýnilegar mönnum og tekst þeim sífellt að fela sig fyrir okkur? Mögulega er bara um þjóðsögu eða skáldskap að ræða en hvernig útskýrum við þá allan þennan fjölda vitnisburða og sambærilegra munnmæla frá jafn ólíkum menningarheimum og löndum?
Þetta og svo margt margt fleira áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá skemmtilegu samsæriskenningu að stórfótur hinn ógurlegi sé til.
HLEKKIR Á ÍTAREFNI:
- A Flash of Beauty: Bigfoot Revealed (The Official Documentary)
- Bigfoot and Wildboy Theme
- Bigfoot Patterson film hoax solved 2005
- Shocking New Bigfoot Documentary!
- Is Big Foot an Inter-dimensional Creature?
- OVER 1 HOUR OF BIGFOOT ENCOUNTERS
- Bigfoot Chasing Car in Colorado
- The Proof Is Out There: The Man Who Killed Bigfoot
- Is this Sasquatch? He was spotted near Washington mountain passes
- The UnXplained: Bigfoot Sighting BAFFLES Researchers
- Top 10 Concerning Bigfoot Evidence The Government Is Hiding From Us
- Big Foot Sighting " Hi Deff "
- ‘Bigfoot’ sighting in Colorado?
- BIGFOOT SIGHTINGS BY MONTH
UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.