Álhatturinn
Þrír vinir með enga sérfræðiþekkingu ræða samsæriskenningar á vitrænum og glórulausum nótum.
Álhatturinn
Nýlenduherrar létu granda flugvél Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna
•
Álhatturinn
Dag Hammerskjöld, framkvæmdarstjóri sameinuðu þjóðanna, lést er flugvél hans og fylgdarmanna hans, fórst á leið til friðarviðræðna í Kongó 18.September 1961. Upphaflega var talið að mistök flugmansins eða veðuraðstæður leitt til þess að flugvélin brotlenti, en fljótlega fóru að renna tvær grímur á fólk og ýmsa fór að gruna að ekki væri allt með felldu og mögulega væri þarna eitthvert óreint mjöl í pokahorninu.
En hver var Dag Hammerskjöld eiginlega, hvernig hlaut hann þessa stöðu hjá sameinuðu þjóðunum og hví ætti einhver að vilja hann feigann??
Getur verið að yfirlýsingaglaður og skoðanagjarn Dag hafi aflað sér það mikillar óvildar innan sameinuðu þjóðanna með gengdarlausri baráttu sinni fyrir því sem hann taldi réttlátari og betri heim? Er möguleiki á að nýlenduherrar á borð við Belgar og/eða Bretar hafi hreinlega fengið nóg af þessum óþreytandi réttlætisriddara sem hætti ekki að tjá sig um arðrán og þjófnað vesturveldanna í Afríku og látið koma honum fyrir kattarnef?
Hver er The Lone Ranger og hvernig tengist málið belgískum námufélögum og Suður-Afrísku hafrannsóknarstofnunni?
Þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, þar sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta fyrir sér þeirri áhugaverðu en kannski lítt þekktu samsæriakenningu að nýlendunherrarnir hafi látið granda vél Dag Hammerskjöld framkvæmdastjóra sameinuðu þjóðanna.
HLEKKIR Á ÍTAREFNI:
- Cold Case Hammarskjöld | Documentary
- Dag Hammarskjold: The Man Who Built the United Nations
- The Mysterious Death of a UN Secretary-General
- Nýjustu fréttir og skjöl í rannsóknum á Hammarskjold
- UN extends investigation into mysterious death of its former Secretary-general Dag Hammarskjöld in 1961
- JFK Patrice Lumumba Dag Hammarskjöld CIA Allen Dulles
- Hammarskjold the Movie
- Cold Case Hammarskjöld - Exclusive Clip - Hammarskjöld the Flaming Idealist
UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.