Álhatturinn

Valdastéttin mótar menntakerfið til að framleiða undirgefna borgara

Stundum er sagt að mennt sé máttur og góð menntun sé lykillinn að árangursríku og góðu lífi. Nám erv vinna og vinnan göfgar manninn, ekki satt?  En hvaðan kemur menntakerfi okkar og á hvaða grunni eða hugmyndafræði er það byggt? Er markmið yfirvalda að undirbúa okkur öll sem best fyrir lífið svo við höfum sem mesta möguleika opna á vinnumarkaði og tilgangurinn að tryggja sem flestum velgengni eða gefa sem flestum tækifæri?

Eða búa aðrar og annarlegar ástæður að baki? Hvað ræður því hvaða fögum er gert hátt undir höfði og hvaða fögum ekki? Hvaða fólk er þetta sem tekur þessar ákvarðanir og í hvaða tilgangi? Skiptir kannski engu sérstöku máli hvað er á námskrá og hvað ekki? Eða er þetta alltsaman þaulskipulagt og vel undirbúið ráðabrugg illa innrætts fólks með myrkar hvatir? 

Dæmi eru um það í mannkynssögunni að hin ýmsu yfirvöld hafi beitt menntakerfinu markvisst til þess að gera ákveðinni hugmyndafræði hátt undir höfði eða bæla aðrar hugmyndirniður, m.a til þess að tryggja sjálfum sér enn frekari eða áframhaldandi völd eða koma í veg fyrir einhverskonar uppreisn eða mótmæli borgaranna. 

Ef menntakerfið getur aukið þekkingu og færni á ákveðnum sviðum með áherslubreytingum, gætu stjórnvöld þá ekki allt eins ákveðið að halda aftur af ákveðnum fögum eða þekkingu og letja fólk til þess að sækja sér ákveðna þekkingu eða færni í stað þess að hvetja?

Mao í Kína og Nasistarnir í Þýskalandi nýttu menntakerfið grimmt til að heilaþvo þjóðir sínar og ota sínum tota til að selha fólkinu hugmyndafræði sína og dæmi eru um samfélög þar sem yfirvöld hafa keyrt í gegn gífurlegar endurbætur á menntakerfi sínu til þess að ná fram auknum lífsgæðum og velmegun td með aukinni áherslu á hátækni, vísindi eða verkfræði. Önnur samfélög hafa jafnvel lagt ofur áherslu menntun lækna og heilbrigðisstarfsfólks svo hægt sé að koma á heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða. 

Það er staðreynd en ekki kenning eða samsæri að stjórnvöld hafa margoft í gegnum tíðina gert róttækar breytingar á menntakerfum og grunn menntastefnu landa sinna og oft með góðum árangri. Hvað er því þá til fyrirstöðu að ákveðin stjórnvöld nýti sér menntakerfið til eigin hagsmuna eða til lýðsstjórnunnar? 

 Eru yfirvöld raunverulega að undirbúa okkur af kostgæfni fyrir lífið eða eru þau einfaldlega að reyna að gera okkur háð þeirra kerfi og hlekkja okkur í einhverskonar hugmyndafræðilegan þrældóm svo auðveldara sér að stjórna okkur eftir hentugleika?

Þetta og svo margt, margt fleira er snýr að menntakerfi heimsins í þessum nýjasta þætti Álhattarins þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá skemmtilegu samsæriskenningu að Valdastéttin nýti menntakerfið til þess að framleiða undirgefna borgara. 

HLEKKIR Á ÍTAREFNI


https://www.youtube.com/watch?v=6TLo4Z_LWu4 Þessi í heild bara 40 sek

https://www.youtube.com/watch?v=8QBylIs_lXI 00,00-00:19

https://www.youtube.com/watch?v=ICx9wOdtZJE Öll klippan

https://www.youtube.com/watch?v=YNQDp3v-VGE 2:20-4:44

https://www.youtube.com/watch?v=1lgeKD-VGtM YES!

https://www.youtube.com/watch?v=YNQDp3v-VGE

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.