Álhatturinn

Sirhan Sirhan, sem skaut Robert Kennedy, var dáleiddur af CIA til að fremja morðið, Zoolander style

-> Special Guest appearance: Fulltrúar allra stjórnmálaflokka fyrir alþingskosningar 2024 (fyrir utan Vinstri Græn) gefa sína skoðun á JFK og RFK morðunum.

Robert Kennedy, einnig þekktur sem Bobby Kennedy var einhver mesta vonarstjarna bandarískra stjórnmála á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann var bróðir John F Kennedy, fyrrum forseta sem hafði verið myrtur, og hafði jafnframt setið í ríkisstjórn bróður síns. Árið 1968 ákveður Bobby Kennedy nokkuð óvænt að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta Lyndon B Johnson í forvali demókrata og sigrar fyrsta forvalið í New Hampshire nokkuð örugglega og stuttu seinna sigrar hann í Kaliforníu.

Allt leit út fyrir að Bobby yrði næsta forsetaefni Demókrata og miklar líkur voru taldar á að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Vinsældir hans voru svo gífurlegar, þvert á alla þjóðfélagshópa. Hann virðist hafa verið dáður af öllum. Algjörlega óháð kyni, kynþætti eða efnahag. 

Það var því mikið reiðarslag fyrir bandarískt samfélag þegar hann var myrtur af Sirhan Sirhan á Ambassador hótelinu í Los Angeles eftir að hafa sigrað í forvali Demókrata í Kaliforníu sama kvöld. Sirhan Sirhan, ungur maður af Palestínskum uppruna, vatt sér þá að Bobby nokkuð auðveldlega og óhindrað og skaut hann fjórum sinnum með 22 kalibera byssu. Sirhan  var snögglega yfirbugaður af nærstöddum og færður í varðhald. 

Upphaflega játaði Sirhan morðið og lýsti því yfir að stuðningur Bobby við Ísrael væri ástæða voðaverksins. Í dagbókum Sirhan fundust blaðsíður fullar af setningunni RFK must die og fjölmörg vitni voru að því þegar Sirhan Sirhan skaut bobby inni í eldhúsi á hótelinu svo þetta ætti að vera nokkuð borðliggjandi mál ekki satt?

Margt er loðið við atburðinn og Robert F Kennedy Jr, sonur Bobby Kennedy, efast um opinberu skýringuna og lýst því yfir að Sirhan Sirhan eigi að fá reynslulausn. Sirhan  hefur ítrekað sjálfur lýst því yfir að hann muni ekkert eftir verknaðnum og hefur fólk velt því fyrir sér hvort hann hafi jafnvel verið dáleiddur eða heilaþveginn á einhvern hátt til verksins. Jafnvel af háttsettum aðilum innan bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem var í nöp við Bobby Kennedy.  

Þetta og svo margt, margt fleira áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeir félagar Guuðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá áhugaverðu kenningu að "Sirhan Sirhan, sem skaut Robert Kennedy, hafi verið dáleiddurt af CIA til verksins, Zoolander oolander style"

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.