Álhatturinn
Þrír vinir með enga sérfræðiþekkingu ræða samsæriskenningar á vitrænum og glórulausum nótum.
Álhatturinn
Úrslitum í handbolta er reglulega hagrætt með vitneskju og samþykki Alþjóða Sambandsins
Í Janúar á hverju ári fyllist íslenska þjóðin af miklum eldmóð og fær skyndilega brennandi áhuga á handknattleik. Fólk flykkist erlendis til þess að styðja við bakið á “strákunum okkar” og við sannfærumst öll um að nú sé stundin loks runninn upp og að gullið sé okkar. En svo kemur slæmi kaflinn, besti maðurinn okkar meiðist og dómararnir dæma okkur út úr mótinu.
Alltaf sama óheppnin og þjóðin bölvar og ragnar þjálfaranum og liðinu. En getur verið að þetta hafi ekkert með liðið, þjálfarann óheppni eða meiðsli að gera? Hvað ef það er verið að svindla á okkur? Getur verið að einhver eða einhverjir hafi mútað dómurunum? Eða að úrslitin séu hreinlega ákveðin fyrirfram og að íslenska liðið hafi í raun aldrei átt séns gegn því gjörspillta ofurefli sem evrópska og alþjóða handknattleikssamböndin eru?
Í þessum þætti af Álhattinum kynna þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór sér skuggahliðar íþrótta og þá sérstaklega handknattleiks velt upp þeirri spurningu hvort úrslitum á stórmótum í handbolta sé ítrekað og skipulega hagrætt með vitneskju og samþykki alþjóða sambandanna.
HLEKKIR Á ÍTAREFNI
- https://www.playthegame.org/news/match-fixing-in-handball-a-reminder-of-the-need-for-a-world-anti-corruption-agency/
- https://www.mbl.is/sport/hm_handbolta/2023/01/15/domarar_a_hm_grunadir_um_thatttoku_i_vedmalasvindli/
- https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2023-01-15-domarar-a-hm-bendladir-vid-vedmalasvindl
- https://www.visir.is/g/20242517516d/em-i-dag-thetta-var-gjorsamlega-otholandi
- https://www.mbl.is/sport/handbolti/2023/12/12/domari_i_thriggja_ara_bann/
- https://www.visir.is/g/20242625291d/serbarnir-fa-aldrei-aftur-ad-daema
- https://www.france24.com/en/20121001-montpellier-handball-players-admit-betting-deny-game-fixing-france-gambling-cheating
- https://www.handball-planet.com/fines-for-brothers-karabatic-and-five-more-players-for-betting-scandal/
- https://www.france24.com/en/20121001-montpellier-handball-players-admit-betting-deny-game-fixing-france-gambling-cheating
- https://www.bbc.com/news/world-middle-east-31031852
- https://play.tv2.dk/serie/mistaenkeligt-spil-tv2
UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.