Álhatturinn

P1: Mannleg losun gróðurhúsalofttegunda hefur lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar (e. climate change) | Hluti 1

Það eru líklega fá málefni sem hafa verið jafn áberandi í umræðunni undanfarin ár og hlýnun jarðar. Já,  eða öllu heldur loftslagsbreytingar eða hamfarahlýnun eða hvað sem að fólk vill kalla þetta fyrirbrigði. Loftslagsmótmæli barna og ungmenna hafa farið fram um allan heim með hina sænsku Gretu Turnberg í broddi fylkingar. 

Almenningur hefur verið varaður við óafturkræfum og stóirfenglegum breytingum á veðurfari jarðar sem séu ekki bara yfirvofandi heldur þegar hafnar og nauðsynlegt er að stöðva. Ef marka má umræðuna. Þetta ku vera stórt og grafalvarlegt vandamál og við berum öll sameiginlega ábyrgð. Öll verðum við að standa saman sem ein heid og leggja okkar vatn á vogarskálarnar til þess að stöðva þessa stórhættulegu hamfarahlýnun sem við, mannfólkið, berum ábyrgð á og enginn annar. Amk ef marka má meginstraumsmiðlana, Al Gore og almenna umræðu. 

En til er fólk sem efast um þessar breytingar og þá aðalega þátt mansins í þessum breytingum. Eru þessar verðurfars og loftslagsbreytingar kannski bara ósköp eðlilegar og hluti af náttúrulegu ferli jarðarinnar sem hefur átt sér stað mörgum sinnum áður og mannskepnan hefur lítil sem engin áhrif á, sama hvað við reynum? Hefur jörðin ekki gengið í gegnum fjölmörg hita og kulda tímabil áður og ætíð komið aftur tilbaka ósködduð? Hverjar eru þessar svokölluðu gróðurhúsalofttegundir og í hverju felast hin meintu gróðurhúsaáhrif? 

Líklega efast fáir um tilvist þessara efna eða möguleg áhrif þeirra á loftslagið en til er fólk sem hefur sett spurningamerki við raunverulegan þátt mannsins í losun þessara tegunda.

Og hvernig getur mannfólkið hægt á þessum breytingum ef mannfreskjan ber í raun bara ábyrgð á örsmægðarhlut þessara 0,04%? Hverju breytir það þó við hættum allri losun koltvíoxíðs ef við mannfólkið losum bara 15% alls þess koltvíoxíðs sem er í andrúmsloftinu? 

Þetta og svo fjölmargt annað áhugavert og spennandi í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá afar áhuugaverðu en jafnframt fremur umdeildu samsæriskenningu að mennsk losun gróðurhúsalofttegunda hafi lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar. 

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.