Álhatturinn
Þrír vinir með enga sérfræðiþekkingu ræða samsæriskenningar á vitrænum og glórulausum nótum.
Álhatturinn
Tartaria var háþróuð siðmenning sem skrifuð hefur verið úr sögubókum og falin fyrir mannkyninu
Við lærum um Forn-Grikkland, Mesópótamíu, Egyptaland og allskonar forn stórveldi í skóla. En var heilt heimsveldi vísvitandi strokað út úr sögunni? Við erum að tala um Tartaríu. Risavaxið veldi sem náði allt frá Rússlandi og langt inn í Asíu og jafnvel yfir til Ameríku. Stórveldi sem nýtti sér framsækið orkukerfi, háþróaða byggingarlist og mögulega allskonar tækni sem við eigum erfitt með að skilja enn þann dag líkt og fría endurnýjanlega þráðlausa orku. En hvernig má það vera? Ef Tartaría var eitt af stórveldunum miklu, hvers vegna hefur það verið þurrkað út úr bókstaflega öllum sögubókum allstaðar? Ef þetta var svona stór og valdamikið stórveldi hvernig tókst þá einhverjum að sigra það?
Í þessum þætti af Álhattinum skoða strákarnir gögnin, kortin, ljósmyndirnar, byggingarnar og hina gríðarlega dularfullu þögn sem virðist ríkja um þetta mikla eða meinta stórveldi. Hvers vegna eru gömul heimskort virtra og þekktra kortagerðarmanna full af tilvísunum í Tartaríu en samt hvergi minnst á hana í opinberri sagnfræðikennslu? Af hverju virðast stórfenglegar byggingar frá 19. öld með glæsilegum sùlum og mikilfenglegum hvelfingum hafa hafa verið reistar með mun þróaðari byggingartækni en við höfum í nútímanum?
Hvað voru heimsýningarinnar í raun? Voru þær notaðar til að endurnýta byggingar sem þegar stóðu og höfðu grafist undir leðjuflóðinu mikla? Hvers vegna voru þessar byggingar nærri því allar sprengdar niður eða jafnaðar við jörðu eftir heimssýningarnar? Er „mud flood“ kenningin, um leðjuflóð sem á að hafa grafið niður menningarminjar, ekki jafn fáránleg og hún hljómar í fyrstu?
Strákarnir kafa ofan í heim dularfullra huldra sögubóka, gamallra korta, grafinnar tækni og mögulegs fallins stórveldis í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta fyrir sér hvort Tartaría hafið verið háþróuð siðmenning sem skrifuð hefur verið úr sögubókunum og falin fyrir mannkyninu
HLEKKIR Á ÍTAREFNI
- Introduction to Tartaria
- Tartaria: The Lost Empire They Erased from History
- Joe Rogan:Lost civilization theory? with Aaron Rodgers
- Joe Rogan gets Tartaria pilled
- Falsifying History by Destroying Cities
- The Lost Civilization of Tartaria
- The Incredible Story Of The 1893 World's Fair
- The World's Fair was Too Weird
UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.