Álhatturinn

Loch Ness skrímslið (stundum kallað Nessie) er til


Á hálendi Skotlands liggur djúpt og dimmt stöðuvatn sem lengi hefur vakið athygli umheimsins: Loch Ness. Þar á, samkvæmt sögunni, að búa dulræn vera sem oftast er kölluð Nessie. Líklega eitt frægasta dýr eða vatnaskrímsli veraldar, sem þó engum hefur tekist að færa sönnur á að sé til á óyggjandi hátt. En hver  eða hvað  er Nessie í raun og veru? Er hún mögulega einhverskonar leifar eða minnismerki um forsögulega tíma risaeðlanna? Skynvilla eða hugarburður misvitra og brenglaðra einstaklinga? Eða meðvituð og þaulskipulögð blekking?

Í þessum þætti Álhattsins skoða Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór sögur og heimildir sem tengjast skrímslinu  eða fyrirbærinu  í Loch Ness. Þeir kanna hvernig fyrstu frásagnir ná allt aftur til 6. aldar, þegar Kólumkill(e.Columba)i á að hafa hrakið skrímslið á brott með bænina eina að vopni. Þeir rekja líka hvernig atburðir ársins 1933 komu Nessie aftur fram í sviðsljósið og vitund almennings. Hvernig ein fræg ljósmynd  sem enn er milli tanna fólks festi skrímslið í sessi sem alþjóðlegt tákn dulúðar.

En hvers vegna lifir þessi hugmynd áfram í vitund fólks, nærri hundrað árum síðar, þrátt fyrir skort á sönnunum? Hvaða hlutverki gegnir veraní menningu, ferðamennsku og sjálfsmynd Skota? Og hvað með systur skrímslin víðsvegar um heiminn. Morag í Loch Morar, Storsjöodjuret í Svíþjóð, Selmu í Noregi og hinn rammíslenska Lagarfljótsorm hjá Egilsstöðum? Eru þau náskyld fyrirbæri af sama meiði? Eða staðfestir þetta kannski bara hina sameiginlegu þörf mannsins til þess að reyna að skilja hið óútskýranlega 

Er einhver samfelldur rauður þráður í gegnum þessar sagnir? Eða er þetta einfaldlega ótti við hið óþekkta  í bland við dýpri löngun til að skýra heiminn með rökum, jafnvel þegar engin rök duga eða eru fyrir hendi? Getur verið að í djúpum vötnum búi eitthvað sem vísindin geta ekki útskýrt? Eða eru þetta kannski tilraunir valdhafa og hagsmunaaðila til að beina athyglinni frá öðrum, raunverulegri vandamálum? Hvað sýna þrívíddar myndirnar og sónar myndirnar sem hafa verið teknar í gegnum tíðina? Hvers vegna virðist mönnum ekki takast að svara því fyrir fullt og allt hvort að eitthvað misjafnt leynist í myrkrinu eða vatnin?

Þetta og svo margt, margt fleira í þessum nýjasta þætti Álhattsins  þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór kafa djúpt ofan í dýpstu hyli Loch Ness, kanna hvern króka og kima vatnsins og velta því fyrir sér hvort að loch ness skrímslið sé til í raun og veru. 

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

  • https://www.youtube.com/watch?v=ceW51ruoQDM
  • https://www.youtube.com/watch?v=bcK4efWckyE&t
  • https://www.youtube.com/watch?v=tktlgInOAF8&t


UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.