
Fjölskyldusögur
Fjölskyldusögur er hlaðvarp þar sem góðir gestir segja valdar sögur af sinni fjölskyldu.
Umsjón með þáttunum hefur Guðrún Katrín Jóhannesdóttir félags- og fjölskyldufræðingur.
Stef: Einar Snorri
Fjölskyldusögur
Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson rithöfundur og skáld deilir með okkur fjölskyldusögu sinni og því hvernig fjölskyldumeðlimir hafa margir hverjir verið fyrirmyndir að persónum í bókum hans. Hann segir meðal annars frá uppvexti sínum í Reykjavík, æsku föður síns og föðursystkina sem ólust upp í mikilli fátækt og því hvernig föðuramma hans og börnin hennar sameinuðust öll að lokum og áttu góð tengsl á seinni árum þrátt fyrir aðskilnað á æskuárum systkinanna. Hann segir okkur frá bróður sínum sem hann skrifaði um í bókinni Englum alheimsins en sú bók og kvikmyndin sem gerð var eftir bókinni snerti eftirminnilega við hjörtum fólks.
https://www.instagram.com/fjolskyldusogur?igsh=N3N1Y3MxbmEzendm