KILROY kastið: Á áætlun

Ljóskureisan

KILROY ferðir Season 1 Episode 3

Í þessum þætti taka Rebekka og Sóla á móti sínum fyrstu gestum sumarsins. Þær Bella og Birna mæta brakandi ferskar úr sinni fyrstu (en örugglega ekki síðustu) heimsreisu sem margir kannast eflaust við sem „Ljóskureisan“. Þær ferðaðust saman í gegnum ólíka heimshluta og deildu ferðalaginu með fylgjendum á samfélagsmiðlum.

Við ræðum við þær um ferðalagið. Hvað kom mest á óvart? Hverjir voru hápunktarnir? Og hvernig er að ferðast saman svona lengi? Við fáum að heyra sögur sem eru bæði fyndnar, lærdómsríkar og (stundum) svolítið klikkaðar.

Vertu með og fáðu innblástur fyrir þína eigin ferð! Fáðu svo fría ferðaráðgjöf á kilroy.is.