.png)
KILROY kastið: Á áætlun
Á áætlun er hlaðvarp fyrir ferðalanga sem langa að sjá meira, fara lengra og gera meira úr ferðunum sínum. Hér heyrir þú skemmtilegar sögur, nytsamleg ferðaráð og heiðarlegar frásagnir frá ferðaráðgjöfum KILROY (fólki sem hefur farið út um allt) og góðum gestum!
Vilt þú fara í þitt eigið ferðalag? Fáðu fría ferðaráðgjöf á www.kilroy.is.
KILROY kastið: Á áætlun
Þegar allt fer úrskeiðis
Það er ekki alltaf allt bara sól og kokteilar á ferðalögum... stundum fer allt hressilega úrskeiðis! Í þessum þætti rifja Rebekka og Sóla upp skemmtilegar (og neyðarlegar) sögur úr sínum eigin ævintýrum þar sem hlutirnir fóru alls ekki eftir áætlun.
Við tölum um stress, mistök, týndar töskur, skrítnar aðstæður og minningar sem voru kannski ekki fyndnar í mómentinu, en eru það svo sannarlega í dag.
Ef þú vilt hlæja, tengja eða bara heyra að þú ert ekki ein/n/tt sem lendir í klúðri á ferðalögum, þá er þessi þáttur fyrir þig!