KILROY kastið: Á áætlun

Kara Hólm og sjálfboðastörf: Ævintýri með tilgangi

KILROY ferðir Season 1 Episode 5

Í þessum þætti fá Rebekka og Sóla til sín Köru Hólm sem margir þekkja af samfélagsmiðlum. Kara hefur sjálf farið í sjálfboðastörf erlendis og deilir með okkur sinni reynslu, bæði því fallega, því óvænta og því sem hún hefði viljað vita áður en hún lagði af stað. 

Við ræðum hvað sjálfboðastörf fela raunverulega í sér, hvernig þau geta breytt manni og hvort þetta sé fyrir alla. Þátturinn er stútfullur af sögum, praktískum ráðum og innblæstri fyrir þá sem langar í ævintýri með tilgangi. 

Langar þig að vita meira um sjálfboðastörf eða ferðaráðgjöf? Kíktu á kilroy.is og skoðaðu hvað er í boði.