KILROY kastið: Á áætlun

Júlí Heiðar og Dísa

KILROY ferðir Season 1 Episode 7

Í þessum þætti fá Rebekka og Sóla til sín í KILROY stúdíóið þau Dísu og Júlí Heiðar, sem margir landsmenn ættu nú að þekkja vel. Þau fóru fyrr á þessu ári í ævintýraferð til Tælands með litlu stelpuna sína, og eins og sannir ferðalangar lentu þau í ýmsum óvæntum uppákomum á leiðinni. 

Við ræðum hvernig það er í raun og veru að ferðast með ungt barn, hvað gekk vel, hvað gekk alls ekki og hvað þau tóku með sér heim, bæði þegar kemur að reynslu og minningum.

Langar þig að fara í þína drauma ævintýraferð? Kíktu á kilroy.is og skoðaðu hvað er í boði.