
Skúffuskáld
Í þáttunum ræðir Anna Margrét Ólafsdóttir við rithöfunda um allt mögulegt sem tengist því að skrifa og skálda. Sjónum verður aðallega beint að því hvernig það er að stíga fyrstu skrefin sem rithöfundur og hvernig ferlið við ritun bóka, ljóða og sagna er.
Skúffuskáld
Elísabet Thoroddsen
•
Lubbi Peace
•
Season 3
•
Episode 2
Elísabet Thoroddsen er viðmælandi minn í þessum þætti. Í samstarfi við Bókabeituna gaf hún út sína fyrstu skáldsögu fyrir stuttu. Það er bókin Allt er svart í myrkrinu og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmenna.
Elísabet lærði kvikmyndagerð og hefur lengi skrifað fyrir skúffuna. Hún fór í rithóp og eftir það fóru hjólin að snúast hratt. Þetta og svo margt fleira ræddum við í þættinum.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.