
Skúffuskáld
Skúffuskáld
Gerður Kristný
Gerður Kristný hefur skrifað ljóð, barnasögur, viðtalsbók, ferðasögur og skáldsögur. Hún hefur fengið viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín, t.a.m. Blaðamannaverðlaun Íslands og Bókmenntaverðlaun Íslands.
Gerður Kristný hefur ferðast víða vegna starfs síns en kýs að vinna heima í forstofuherberginu. Hún byrjaði ung að skrifa og titlaði sig snemma sem skáld. Og Limbódrottningu.
Í þættinum setti hún alþjóðlegan dag Skúffuskálda, 21. október. Setjið það endilega í dagatölin ykkar!
Handritasamkeppni Forlagsins - Nýjar raddir:
https://www.forlagid.is/nyjar-raddir-handritarsamkeppni-forlagsins/
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.
Forlagið og Bókakaffið Selfossi og Ármúla styrktu gerð þáttarins.