
Skúffuskáld
Í þáttunum ræðir Anna Margrét Ólafsdóttir við rithöfunda um allt mögulegt sem tengist því að skrifa og skálda. Sjónum verður aðallega beint að því hvernig það er að stíga fyrstu skrefin sem rithöfundur og hvernig ferlið við ritun bóka, ljóða og sagna er.
Skúffuskáld
Ljóðabókaspjall
•
Lubbi Peace
•
Season 1
•
Episode 13
Í þessum þætti er aftur talað um bækur sem koma út fyrir jólin, að þessu sinni ljóðabækur.
Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri kom til mín og við ræddum um fimm nýjar ljóðabækur;
Fjölskyldulíf á jörðinni eftir Dag Hjartarson, Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, Við skjótum títuprjónum eftir Hallgrím Helgason, Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Guðrúnarkviða eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur.
Ýtið á nafn bókanna til að fá frekari upplýsingar.
Handritasamkeppni Forlagsins - Nýjar raddir:
https://www.forlagid.is/nyjar-raddir-handritarsamkeppni-forlagsins/
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.
Forlagið styrkti gerð þáttarins.