
Skúffuskáld
Í þáttunum ræðir Anna Margrét Ólafsdóttir við rithöfunda um allt mögulegt sem tengist því að skrifa og skálda. Sjónum verður aðallega beint að því hvernig það er að stíga fyrstu skrefin sem rithöfundur og hvernig ferlið við ritun bóka, ljóða og sagna er.
Skúffuskáld
Auður Ava Ólafsdóttir
•
Lubbi Peace
•
Season 1
•
Episode 14
Auður Ava Ólafsdóttir sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 1998 - bókina Upphækkuð jörð og nú fyrir nokkrum dögum kom út bókin Dýralíf en það er jafnframt sjöunda skáldsagan sem kemur út eftir hana. Auður Ava er einnig textahöfundur hljómsveitarinnar Milkywhale, hún hefur skrifað nokkur leikrit, smásögur, ljóð og dansverk.
Auður Ava er gestur Skúffuskálda og hafði frá mörgu kynngimögnuðu að segja!
Handritasamkeppni Forlagsins - Nýjar raddir:
https://www.forlagid.is/nyjar-raddir-handritarsamkeppni-forlagsins/
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.
Forlagið styrkti gerð þáttarins