
Skúffuskáld
Í þáttunum ræðir Anna Margrét Ólafsdóttir við rithöfunda um allt mögulegt sem tengist því að skrifa og skálda. Sjónum verður aðallega beint að því hvernig það er að stíga fyrstu skrefin sem rithöfundur og hvernig ferlið við ritun bóka, ljóða og sagna er.
Skúffuskáld
Björn Halldórsson
•
Lubbi Peace
•
Season 2
•
Episode 1
Björn Halldórsson er viðmælandi minn í þessum fyrsta þætti í þáttaröð númer tvö!
Eftir Björn hafa komið út tvær bækur og hann lifir og hrærist í skrifum og bókum. Bókin STOL kom út í febrúar 2021 og hann sagði frá ferlinu við að skrifa bókina og að hann ætlaði alls ekki að skrifa þessa bók. Björn segir m.a. frá námi sem hann sótti í bókmenntum og ritlist og hvernig það var að koma heim og skrifa á íslensku.
Opinskátt samtal um skrif, bækur, lestur og margt fleira.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.