
Skúffuskáld
Í þáttunum ræðir Anna Margrét Ólafsdóttir við rithöfunda um allt mögulegt sem tengist því að skrifa og skálda. Sjónum verður aðallega beint að því hvernig það er að stíga fyrstu skrefin sem rithöfundur og hvernig ferlið við ritun bóka, ljóða og sagna er.
Skúffuskáld
Kristín Ómarsdóttir
•
Lubbi Peace
•
Season 2
•
Episode 2
Kristín Ómarsdóttir kom til mín í Stúdíó Lubba Peace og ræddi um sköpun, að skrifa, lifa og lesa. Hún sagði frá ópraktískum njósnum, innblæstri, dularfullu starfi og svo mörgu fleiru. Fyrsta bókin kom út eftir Kristínu þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hún hefur verið óstöðvandi síðan. Spjallið fer um víðan völl; um ritdóma, gagnrýni, lestur, sjónvarpsáhorf, rútínu og praktík. Undir lokin tekur Kristín að sér hlutverk spyrils og gefur góð ráð.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.