
Skúffuskáld
Í þáttunum ræðir Anna Margrét Ólafsdóttir við rithöfunda um allt mögulegt sem tengist því að skrifa og skálda. Sjónum verður aðallega beint að því hvernig það er að stíga fyrstu skrefin sem rithöfundur og hvernig ferlið við ritun bóka, ljóða og sagna er.
Skúffuskáld
Tryggvi Pétur Brynjarsson
•
Lubbi Peace
•
Season 2
•
Episode 3
Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar alltaf þegar laus stund gefst og hefur gefið út tvær bækur á Amazon. Hann kom til mín í Stúdíó Lubba Peace og sagði mér frá litríkri ævi sinni, hvernig var að gefa út bók sjálfur og hvernig það er að vera alveg einn við allt ferlið að gefa út bók. Hann ræddi um íslenskuna sem er honum hugleikin, lífið í Bandaríkjunum og hvernig var að koma aftur heim. Tryggvi vinnur að nýrri bók og heldur ótrauður áfram við að skrifa, lesa og læra.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.