
Skúffuskáld
Í þáttunum ræðir Anna Margrét Ólafsdóttir við rithöfunda um allt mögulegt sem tengist því að skrifa og skálda. Sjónum verður aðallega beint að því hvernig það er að stíga fyrstu skrefin sem rithöfundur og hvernig ferlið við ritun bóka, ljóða og sagna er.
Skúffuskáld
Valgerður Ólafsdóttir
•
Lubbi Peace
•
Season 2
•
Episode 7
Valgerður Ólafsdóttir veltir því fyrir sér að sækja um aðild að Rithöfundasambandi Íslands en hún hefur gefið út kennslubók í sálfræði og bókin Konan hans Sverris kom út fyrir skemmstu.
Konan hans Sverris er saga konu sem fer úr ofbeldisfullu hjónabandi. Sagan er skrifuð sem bréf til eiginmannsins og hvernig eftirsjá samtvinnast þrautseigju og styrk þegar fram líða stundir.
Valgerður segir frá sögunni, ferlinu við að skrifa hana og spjallar um lífið og tilveruna.
Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.