Góðar sögur

Friðrik Árnason

January 29, 2021 Heklan og Markaðsstofa Reykjaness
Góðar sögur
Friðrik Árnason
Show Notes

Þrátt fyrir að vera rétt skriðinn yfir fertugt þá hefur Friðrik Árnason verið starfandi í ferðaþjónustu í 30 ár.  Um fermingu fór hann hjólandi upp í Leifsstöð þar sem hann fiskaði ferðalanga í svefnpokagistingu í Njarðvíkurskóla. Hann var orðinn umboðsmaður bílaleigunnar Geysis og rekstraraðili að tjaldsvæði áður en hann fékk bílpróf.  Tvítugur eyddi hann sumarfríinu einn á bílaleigubíl þar sem hann heimsótti ferðaskrifstofur í Evrópu og landaði samningum. Njarðvíkingurinn sem nú rekur hótel austur á Breiðdalsvík elska að skapa enda er hann uppfullur af frumlegum hugmyndum og hugsjónamaður fram í fingurgóma. Áhugavert spjall við frumkvöðul í ferðaþjónustu á Suðurnesjum.