Góðar sögur

Eðvarð Þór Eðvarðsson

May 22, 2021 Heklan og Markaðsstofa Reykjaness
Góðar sögur
Eðvarð Þór Eðvarðsson
Show Notes

Þegar flest okkar eru að vakna þá er Eðvarð Þór að klára útihlaup, nýbúinn með sundæfingu eða jafnvel að klára 18. holu í Leirunni. Slíkur er metnaðurinn og drifkrafturinn. Hann hækkaði ránna í sundíþróttinni á Íslandi við aðstæður sem ekki teldust sæmandi í dag. Átta ára byrjar hann að svamla í 12 metra sundlaug í Njarðvík en áratug síðar var hann meðal bestu sundmanna heims og á leið á Ólympíuleika. Hann hætti svo að synda 22 ára og þyngdist um 30 kíló á nokkrum mánuðum. Auk þess komst hann að því að hann var lélegur sundþjálfari. Það átti hins vegar allt eftir að breytast.

Einlæg frásögn frá þjálfaranum, íþróttamanni ársins 1986 og kennaranum Eðvarði Þór Eðvarðssyni.