Flimtan og fáryrði

51 – Varasamir vasaklútar

Gunnlaugur Bjarnason and Ármann Jakobsson Season 4 Episode 51

Nú fer hlaðvarpið rækilega út fyrir þægindarammann, yfirgefur Íslendingasögur í bili og beinir sjónum að óperum í staðinn. Í fyrsta þætti er rætt um Ótello (1887) eftir græningjann Giuseppe Verdi og vin hans Boito. Enginn man eftir Busseto en Gunnlaugur og Ármann ræða sameiningu Ítalíu, nýlendustefnuna, Odd lögmann, hugtakið FOMO, Ivan heitinn Rebroff, eldri skilgreiningar á offitu, Nietzsche og sjálfsvorkunn, Karate Kid endi, hinn stórkostlega Paul Robeson og fyrstu óskarstilnefningu Maggie Smith. En hvert er hið félagslega samhengi sögunnar um márann frá Feneyjum? Skiptir sakleysi Desdemónu máli? Var Iago níhilisti? Eru ástríðuglæpir réttlætanlegir? Verða óperusöngvarar fyrir miklum fitufordómum? Og hvað með hljómburðinn?