
Flimtan og fáryrði
Hlaðvarp um íslenskar bókmenntir fyrri alda í léttum dúr. Þorir þegar aðrir þegja...
Episodes
63 episodes
Páskaþáttur – Guð er með öll spilin á hendi
Gunnlaugur og Ármann eru uppfullir af heilögum anda þegar þeir ræða rokkóperuna Jesus Christ Superstar sem fyrst var konseptplata og hefur verið sýnd um heim allan og er líka afar „meta“. En þeir ræða líka eina nótt í Bangkok með öllu nema Yul ...
•
Season 4
•
Episode 62
•
53:39

61 – Puccini og kynlífsbyssurnar
Nú eru Gunnlaugur og Ármann komnir að hinum tilfinningasama stórreykingamanni Puccini og óperu hans Madame Butterfly sem Malcolm McLaren gerði fræga á ný árið 1984 og varð síðar að söngleiknum Miss Saigon. Talið berst einnig að leikriti David H...
•
Season 4
•
Episode 61
•
59:23

60 – Krípí stelpur og kexát
Gunnlaugur og Ármann hafa afar misjafnar skoðanir á Töfraflautunni, hinstu óperu Mozarts, en eru sammála um ágæti kólóratúrsöngkonunnar Cristinu Deutekom. Talið berst að sjálfsögðu að frímúrurum, stolnum jólalögum, Hanswursthefðinni, þrítölunni...
•
Season 4
•
Episode 60
•
56:32

59 — Í þessum mjúka þræði ...
Fáir tengja Gilbert og Sullivan við hrollvekjur en Gunnlaugi og Ármanni tekst samt að gera það í þessum þætti þar sem rætt er um The Mikado, Savoy-óperuna, „patter song“, grínbarítóna, rímsnilld Gilberts og fleiri einkenni þessara ágætu bresku ...
•
Season 4
•
Episode 59
•
52:05

58 – Brúðkaupið!
Gunnlaugur og Ármann eru á leið í brúðkaup og fyrir því stendur sjálft undrabarnið Wolfgang (ásamt Lorenzo Da Ponte). Brúðkaup Fígarós er iðulega talin besta ópera allra tíma þó að aðalandstæðingarnir reynist óvænt vera foreldrar söguhetjunnar....
•
Season 4
•
Episode 58
•
53:12

57 – Húmor flyst ekki alltaf vel
Gunnlaugur og Ármann gæða sér á tournedos og ræða þriðja frægasta Jóakim nútímans, tónskáldið Rossini og hina vinsælu óperu hans, Rakarann í Sevilla. Rossini sló snemma í gegn en þróaðist frá opera buffa yfir í ellisyndir á langri ævi og var ja...
•
Season 4
•
Episode 57
•
52:47

Jólaþáttur V: Kjöthleifsát og kynusli
Ármann og Gunnlaugur snúa aftur í fimmta jólaþátt þessa langlífa, sívinsæla og sumir myndu segja sígilda hlaðvarps en sérstakur gestur þessa sögulega þáttar er Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir kvikmyndafræðingur og eiginkona Gunnlaugs. Í t...
•
Season 4
•
Episode 56
•
1:01:14

55 – Brothætta konan og eitraða karlmennskan
Gunnlaugur og Ármann ræða Carmen eftir franska tónskáldið Bizet og í leiðinni óhjákvæmilega 19. aldar rithöfundinn Prosper Mérimée og söngkonuna Mariu Callas. Gunnlaugur segir hræðilegan brandara um Bach og Offenbach og eftir það getur þá...
•
Season 4
•
Episode 55
•
51:10

54 – Óhefðbundin fegurð óperusöngvara
Gunnlaugur og Ármann ræða óperettu sem Ármann hefur raunar séð á sviði, Kátu ekkjuna eftir Franz Lehar sem var meistari léttleikans og gleðinnar fyrir utan að hefja þrítugu konuna til vegs og virðingar í óperettuheiminum og semja mörg „Tauberli...
•
Season 4
•
Episode 54
•
50:50

53 – Nazgúlaskrækir brjóstmylkinga
Nú beina Gunnlaugur og Ármann sjónum að sjálfum Richard Wagner og tveimur af þekktustu óperum hans, Rínargullinu og Valkyrjunni. Gunnlaugur rekur raunir sínar úr alþjóðlegum Wagner-hópum og síðan berst talið að jafnvel enn verri aðdáendum hans ...
•
Season 4
•
Episode 53
•
55:52

52 – Leiksoppar og rannsóknaræfingar
Ármann og Gunnlaugur eru ekki sérfróðir um óperur eins og þeir hamra á en hafa báðir horft á Ævintýri Hoffmanns (1881) eftir Frakkann Jacques Offenbach, samtíðarmann Verdi og Wagners. Þar með hafa þeir hætt sér inn í fúafenjasvæði gama...
•
Season 4
•
Episode 52
•
58:51

51 – Varasamir vasaklútar
Nú fer hlaðvarpið rækilega út fyrir þægindarammann, yfirgefur Íslendingasögur í bili og beinir sjónum að óperum í staðinn. Í fyrsta þætti er rætt um Ótello (1887) eftir græningjann Giuseppe Verdi og vin hans Boito. Enginn man eftir Bus...
•
Season 4
•
Episode 51
•
1:04:38

Jólaþáttur IV: Jólatré í janúar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bol...
•
Season 3
•
Episode 50
•
47:53

49 – Drottningar breyta sér í svölur og skáld flytja kvæði
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamó...
•
Season 3
•
Episode 49
•
49:11

48 – Jekyll og Hyde á íslenskum miðöldum
Gunnlaugur og Ármann ræða Fóstbræðrasögu og þá glannalegu hugmynd Ármanns að Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld séu dæmi um tvífaraminnið sem síðar komst í tísku og tákngervingar tvöfeldninnar í mannssálinni. Þetta tengist umræðunni u...
•
Season 3
•
Episode 48
•
30:54

47 – "Ei ber því að leyna"
Gunnlaugur og Ármann ræða bókmenntagrein sem varðveittist í öðrum textum, dróttkvæði í Íslendingasögum og konungasögum. En eru þau eftir skáldin sem þau eru kennd? Hvort eru flokkar eða drápur betri? Var Gísli súrrealisti? Hvers vegna er engin ...
•
Season 3
•
Episode 47
•
47:04
_(53009098414)_(cropped).jpg)
46 – Elskið friðinn, strjúkið orðskviðinn
Gunnlaugur og Ármann fá Vigdísi Hafliðadóttur sem eitt sinn var fyndnasti háskólaneminn í heimsókn og þau ræða orðskviði og almennan fróðleik í Grettis sögu og Hávamálum. Vigdís reynir að stela titlinum „rödd almennings“ frá Gunnlaugi þó að hún...
•
Season 3
•
Episode 46
•
1:01:08

45 – Sennur á Þingvöllum
Hlustendur völdu Ölkofra sögu sem umföllunarefni 45. þáttar og Ármann og Gunnlaugur ræða hann en um leið 119. og 120. kafla Njáls sögu þegar Skarphéðinn auðmýkir alla helstu höfðingja Íslands með orðkynngi sinni. Talið berst líka að Jane Austen...
•
Season 3
•
Episode 45
•
44:54

44 – Bárðar saga og miðaldasagnfræðin
Gunnlaugur og Ármann ræða hina lítt þekktu Bárðar sögu Snæfellsáss sem hefur öll helstu einkenni sagnfræðirita en er misskilin í nútímanum vegna fjölda annarsheimsvætta og vegna þess að nútímafræðimenn meta stundum miðaldarit vegna þess hversu ...
•
Season 3
•
Episode 44
•
35:49

Króka-Refs saga – Upplestur
Fyrir áskrifendur okkar á Patreon les Gunnlaugur upp vel valdar Íslendingasögur og þætti. Hérna birtist brot úr fyrstu sögunni, Króka-Refs sögu, en þar sem hér er komið sögunni segir frá því hvernig Refur fór með óvini sína þá Gunnar og Bárð.
•
Season 3
•
4:18

43 – Dularfullu bréfin
Gunnlaugur og Ármann ræða Snorra Sturluson sagnaritara og bróðurson hans Sturlu Þórðarson en Sturla er helsta heimildin um víg Snorra í september 1241 og segir ólíkt frá því í Hákonar sögu og Íslendinga sögu í Sturlungusafninu. Talið berst einn...
•
Season 3
•
Episode 43
•
45:00

42 – Erfiðar hálfsystur
Í þessum þætti berst talið að fornaldarsögum Norðurlanda og einkum Hrólfs sögu kraka en líka að skrítnum smekk 15. aldar manna, sifjaspellum í fornsögum, Indiana Jones, Prins Valíant og Andrew prins. Gunnlaugur og Ármann ræða Rafn ofursta og Sk...
•
Season 3
•
Episode 42
•
35:19

41 – Loki og unglingaveikin
Loki kemur við sögu í Snorra-Eddu og eddukvæðum. Hann er guð og ekki guð, karl og kona, jötunn en þó ekki, stundum í hryssulíki og getur breytt sér í flugu og lax. Margt á Loki sameiginlegt með Óðni – en var hann heimsendaguð eða kannski skólaf...
•
Season 3
•
Episode 41
•
32:50

40 – Pabbapólitík miðalda
Gunnlaugur og Ármann ræða eddukvæðið Vafþrúðnismál, visku og háan aldur jötna, hvernig guðirnir svindla alltaf, fjölþætta merkingu ergihugtaksins á miðöldum, merkingarkjarna og merkingarauka en víkja einnig að hómóerótískum málverkum af Kain og...
•
Season 3
•
Episode 40
•
38:24

39 – Bókablætið og Íslenzk fornrit
Íslenzk fornrit eru virðulegasta útgáfa fornsagna og hafa komið út í rúm 90 ár. Í þessum þætti ræða Gunnlaugur og Ármann þennan þjóðrækna bókaflokk sem þátt í viðleitni sinn til að endurvekja bókablæti á Íslandi. Á dularfullan hátt leiðir þetta...
•
Season 3
•
Episode 39
•
43:07
