Flimtan og fáryrði

57 – Húmor flyst ekki alltaf vel

Gunnlaugur Bjarnason and Ármann Jakobsson Season 4 Episode 57

Gunnlaugur og Ármann gæða sér á tournedos og ræða þriðja frægasta Jóakim nútímans, tónskáldið Rossini og hina vinsælu óperu hans, Rakarann í Sevilla. Rossini sló snemma í gegn en þróaðist frá opera buffa yfir í ellisyndir á langri ævi og var jafnan spaugsamur lífsnautnamaður. Talið berst einnig að 18. aldar ævintýramanninum Beaumarchais, mikilvægi dulargerva fyrir gamansögur, samskiptum Rossini og Beethoven, þekktum ólífuolíum, fornu barnabókunum um Kim, Greifanum af Montecristo, tönnum og hárkollum, Tinnabókunum, svissneskum menningarhetjum og hinum afbrýðisama Giovanni Paisiello. En var 19. öldin öld unga fólksins? Var Figaro Jeeves síns tíma? Hvað er með seku móðurina? Er Ármann óvissuferðartýpan? Hvenær er fólk gamalt? Eru enn haldnar grettukeppnir? Og þarf alltaf að vera gant?