Flimtan og fáryrði

60 – Krípí stelpur og kexát

Gunnlaugur Bjarnason and Ármann Jakobsson Season 4 Episode 60

Gunnlaugur og Ármann hafa afar misjafnar skoðanir á Töfraflautunni, hinstu óperu Mozarts, en eru sammála um ágæti kólóratúrsöngkonunnar Cristinu Deutekom. Talið berst að sjálfsögðu að frímúrurum, stolnum jólalögum, Hanswursthefðinni, þrítölunni, Rokklingunum, rassabókum, Herra Bean og „krípi stelpunni“. Um leið upplýsa þeir ungviðið um hvað ipod var, lýsa yfir aðdáun á ódýrum páskaeggjum, ræða eftirhermuleik og glæpastarfsemi á Jersey, og Ármann fær tækifæri til að viðra aðdáun sína á Valdimar Briem og Ingmar Bergman. En eru skartgripir fyrir bæði kyn? Stenst Papageno MeToo-kröfur? Er Guð Birkenstockklæddur félagráðgjafi? Skilja börn nokkuð sem þau sjá? Hefur skátaeiðnum verið breytt? Fer Tumi á fætur?