
Flimtan og fáryrði
Flimtan og fáryrði
61 – Puccini og kynlífsbyssurnar
Nú eru Gunnlaugur og Ármann komnir að hinum tilfinningasama stórreykingamanni Puccini og óperu hans Madame Butterfly sem Malcolm McLaren gerði fræga á ný árið 1984 og varð síðar að söngleiknum Miss Saigon. Talið berst einnig að leikriti David Hwang, tónleikaflutningi á aríum, menningarnámi Gwen Stefani, Susan Boyle og háa tóninum, Chuck og Bob í Löðri, „the willing suspension of disbelief“ og að fílnum í herberginu (sem er ekki endilega bleikur). En er sjónvarpsgerðin af Flimtani og fáryrðum væntanleg? Er klappið skemmtilegra en sjálf óperan? Er ævisagnabíómyndin letilegasta form listarinnar? Gerir framrás tímans hlutina betri? Er nokkur munur á 15 og 45? Er ópólitísku fólki hætt við að verða fasistar? Hver eru venslin milli Ladda og Butterfly? Og fjarlægja kúkableiurnar væmnina úr fólki?