Flimtan og fáryrði

64 – Batman á heima á Selfossi

Gunnlaugur Bjarnason and Ármann Jakobsson Season 4 Episode 64

Ármann og Gunnlaugur ræða frægustu leðurblöku menningarsögunnar, þ.e. Die Fledermaus eftir sjálfan valsakónginn Johann Strauss yngri sem hugsanlega fann upp söngleikinn. Eins hvernig snobb og lágkúra fara saman eða hvernig góð gagnrýni eigi að vera. Þá berst talið að íslensku uppfærslunni 1999 sem látin var gerast í Grafarvoginum, rússablæti tveggja metra Íslandsvinarins Rolf Rippert, hundinum Snoopy og brennuvarginum Eduard Strauss. En hvað gerist þegar dívurnar Lucia Popp og Gruberova eru saman á sviðinu? Er Downton Abbey miðjumoð? Er í alvörunni til söngvari sem heitir Wolfgang Windgassen? Líkist Ármann áttræðum mönnum? Hver drap höfund Litla prinsins? Er Ísland leðurblökuland? Og kann hvorugur stjórnandinn að telja?