Sifjuð

Af gnógu að taka

Sifjuð

Í þættinum fjallar Halla um hljóðbreytinguna gn > n í íslensku. Breytingin verkaði í mörgum orðum, t.a.m. lýsingarorðinu nógur (af gnógur), neisti (af gneisti) en einnig lifa tvímyndir í nútímamáli eins og gnísta nísta og gnúpur núpur. Halla fjallar einnig lítillega um aðrar áhugaverðar breytingar í íslensku og ensku, hvort tveggja í forn- og nútímamáli.      ////////////////////////      Ásgeir Blöndal Magnússon. (1989). Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. / Barnhart, R. K. (ritstjóri). (1988). Chambers Dictionary of Etymology. Chambers. / Björn K. Þórólfsson. (1925). Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu. Málvísindastofnun Háskóla Íslands. / Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir. Íslensk nútímamálsorðabók. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. https://islenskordabok.arnastofnun.is/leit/gneisti Sótt í september 2024. / Haraldur Bernharðsson. (2011). Inngangur að sögulegum málvísindum. Reykjavík. / Kristján Árnason. (2005). Saga og forsaga íslenska hljóðkerfisins. Í Margrét Guðmundsdóttir (aðalritstjóri), Íslensk tunga I - Hljóð (bls. 363). Almenna bókafélagið. / Ordbog over det norrøne prosasprog (ONP). Aldís Sigurðardóttir (ritstjóri) o.fl. Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab, Københavns Universitet. Sótt í nóvember 2024. / Ritmálssafn Orðarbókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. https://ritmalssafn.arnastofnun.is/. Sótt í nóvember 2024.