
Sifjuð
Sifjuð er örhlaðvarp um orðsifjar. Í þáttunum rýnir Halla Hauksdóttir í áhugaverð orð; rekur ferðir þeirra, fjallar um notkun þeirra og merkingu, greinir frá því hvernig þau eru á frændtungum o.s.frv. Hönnuður myndefnis er Ragnheiður Björk Aradóttir og hún býr til eina mynd fyrir hvern þátt sem birtist á Instagram-aðgangi hlaðvarpsins, @sifjudhladvarp. Komiði með!
Podcasting since 2021 • 24 episodes
Sifjuð
Latest Episodes
Líður að tíðum
Í þættinum fjallar Halla um orðið aðventa og skyld orð í íslensku og öðrum tungum. Einnig fjallar hún um orðið jólafasta sem er eldra í málinu og virðist framan af hafa verið algengara en orðið aðventa. &...
•
17:01

Glíkur > líkur
Í þættinum er fjallað um mögulegan uppruna lýsingarorðsins líkur í íslensku og skyldleika þess við nafnorðið lík. Einnig er stuttlega fjallað um önnur orð sem hafa sömu rót, s.s. nafnorðið líkami, lýsingarorðið sl...
•
12:21

Af gnógu að taka
Í þættinum fjallar Halla um hljóðbreytinguna gn > n í íslensku. Breytingin verkaði í mörgum orðum, t.a.m. lýsingarorðinu nógur (af gnógur), neisti (af gneisti) en einnig lifa tvímyndir í nútímamáli eins og...
•
12:00
