
Pant vera blár!
Pant vera blár! er íslenska borðspilapodcastið. Stjórnendur þáttarins eru Davíð Baldursson, Kristleifur Guðjónsson, Styrmir Hafliðason og Þorvaldur Guðjónsson ræða spil og spilatengd málefni ásamt því að segja öðru hverju brandara sem falla misvel í kramið hjá öðrum meðstjórnendum.
Pant vera blár!
86 - Jólaspilin 2024
•
Davíð, Kristleifur, Styrmir, Þorvaldur
Nú styttist í jólin og fer fólk að velta fyrir sér hvaða spil hentar vel í jólapakkann …eða möndlugjöfina. Pant vera blár ásamt Doktor Spil eru með svörin fyrir ykkur – hvort sem um er að ræða vana spilara, nýgræðinga, börn eða fjölskyldur.