
Pant vera blár!
Pant vera blár! er íslenska borðspilapodcastið. Stjórnendur þáttarins eru Davíð Baldursson, Kristleifur Guðjónsson, Styrmir Hafliðason og Þorvaldur Guðjónsson ræða spil og spilatengd málefni ásamt því að segja öðru hverju brandara sem falla misvel í kramið hjá öðrum meðstjórnendum.
Pant vera blár!
87 - Digital, megabæt, internet
•
Davíð, Kristleifur, Styrmir, Þorvaldur
Fegurð borðspilanna felst að miklu leyti í samveru og snertingu við falleg spil og fallega íhluti þeirra (eða ljót spil eins og Hansa Teutonica). En hvernig notum við internetið í borðspilasamfélaginu og er það af hinu góða? Íris frá Doktor Spil spjallar um tækifæri tækninnar þegar kemur að borðspilum.