
Pant vera blár!
Pant vera blár! er íslenska borðspilapodcastið. Stjórnendur þáttarins eru Davíð Baldursson, Kristleifur Guðjónsson, Styrmir Hafliðason og Þorvaldur Guðjónsson ræða spil og spilatengd málefni ásamt því að segja öðru hverju brandara sem falla misvel í kramið hjá öðrum meðstjórnendum.
Pant vera blár!
88 – Spilaárið 2024
•
Davíð, Kristleifur, Styrmir, Þorvaldur
Árið 2025 er gengið í garð. Tunglið er í sjöunda húsi vatnsberans á sama tíma og Satúrnus, Júpíter og Neptúnus eru í beinni línu við jörðina. Þetta þýðir bara eitt. Styrmir, Valdi, Leifur OG Davíð komust allir til þess að taka upp þátt.
Í þessum þætti verður spilaárið 2024 gert upp með topplistum yfir bestu spilin sem voru spiluð í fyrsta skiptið á þessu ári ásamt greiningu á spilatölfræði út BGStats. Svo er aldrei að vita nema það verði hnoðað í einn eða tvo orðabrandara.