Pant vera blár!
Pant vera blár! er íslenska borðspilapodcastið. Stjórnendur þáttarins eru Davíð Baldursson, Kristleifur Guðjónsson, Styrmir Hafliðason og Þorvaldur Guðjónsson ræða spil og spilatengd málefni ásamt því að segja öðru hverju brandara sem falla misvel í kramið hjá öðrum meðstjórnendum.
Pant vera blár!
97. Essen Upphitun
•
Davíð, Kristleifur, Styrmir, Þorvaldur
Linda og Þorri úr Spilavinum eru komin aftur til þess að fara yfir skemmtilega og mikilvæga þætti sem snúa að borðspilahátíðinni SPIEL í Essen, en þau hafa farið árlega síða 2007.
Í þættinum verður farið yfir þá hluti sem við erum spenntust fyrir ásamt góðum ráðum fyrir fólk sem er að fara í fyrsta skiptið eða vill læra eitthvað nýtt. Við fáum líka smá innsýn í það hvernig þau sem eigendur spilabúðar nálgast þennan magnaða viðburð