
Hljómkviðan – Hlaðvarp Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Í Hljómkviðunni er hlustendum veitt fjölbreytt innsýn í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Rætt er við fólk sem tengist hljómsveitinni á einn eða annan hátt. Hugað er að sögu sveitarinnar, ýmsum hliðum starfseminnar og auðvitað tónlistinni sjálfri.
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur ríflega 100 tónleika á ári hverju af ýmsum toga og tekur á móti breiðum hópi áheyrenda. Leyfðu þér að hrífast með og kynntu þér tónleika sveitarinnar á vefnum sinfonia.is og á samfélagsmiðlum.
Hljómkviðan – Hlaðvarp Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Víkingur og Daníel – Halla Oddný ræðir við tónskáldið og einleikarann um FEAST
Þriðji píanókonsert Daníels Bjarnasonar, FEAST, var saminn fyrir Víking Heiðar Ólafsson að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Útvarp og Fílharmóníusveitarinnar í Los Angeles. Konsertinn var frumfluttur í Walt Disney-tónleikahöllinni í Los Angeles 18. febrúar síðastliðinn og er nú frumflutt á Íslandi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Grænu röðinni miðvikudaginn 2. mars.
Halla Oddný Magnúsdóttir tók þá Víking Heiðar og Daníel tali um nýja konsertinn og áralanga vináttu þeirra og samstarf.