Hljómkviðan – Hlaðvarp Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Í Hljómkviðunni er hlustendum veitt fjölbreytt innsýn í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Rætt er við fólk sem tengist hljómsveitinni á einn eða annan hátt. Hugað er að sögu sveitarinnar, ýmsum hliðum starfseminnar og auðvitað tónlistinni sjálfri.
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur ríflega 100 tónleika á ári hverju af ýmsum toga og tekur á móti breiðum hópi áheyrenda. Leyfðu þér að hrífast með og kynntu þér tónleika sveitarinnar á vefnum sinfonia.is og á samfélagsmiðlum.
Episodes
11 episodes
Mugison tekinn tali
Guðni Tómasson ræðir við tónlistarmanninn Mugison í tilefni tónleika hans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands 6. & 7. nóvember næstkomandi.
•
16:38
Ólafur Kjartan Sigurðarson – staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024-25
Ólafur Kjartan Sigurðarson baritónsöngvari er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á yfirstandandi tónlistarári. Hér ræðir Guðni Tómasson framkvæmdastjóri SÍ við Ólaf um líf í söng.
•
24:59
Guðný Guðmundsdóttir – Sinfónían í 75 ár
Sigurður Ingvi Snorrason ræðir við Guðnýju Guðmundsdóttur sem var konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands um áratuga skeið.
•
44:34
Joe Ognibene – Sinfónían í 75 ár
Sigurður Ingvi Snorrason ræðir við Joe Ognibene hornleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands sem leiddi horndeildina um árabil.
•
36:04
Helga Hauksdóttir – Sinfónían í 75 ár
Sigurður Ingvi Snorrason ræðir við Helgu Hauksdóttur sem var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og síðar tónleikastjóri hennar.
•
1:03:22
Eggert Pálsson – Sinfónían í 75 ár
Sigurður Ingvi Snorrason ræðir við Eggert Pálsson slagverksleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands um ýmislegt úr sögu hennar.
•
48:51
Einar Jóhannesson – Sinfónían í 75 ár
Í þessum þætti Hljómkviðunnar ræða tveir klarinettuleikarar saman – Einar Jóhannesson sem var fyrsti klarinettuleikari sveitarinnar um árabil og Sigurður Ingvi Snorrason sem ræðir við nokkra hljóðfæraleikara sveitarinnar í tilefni 75 ára afmæli...
•
Season 1
•
Episode 1
•
48:06
Víkingur og Daníel – Halla Oddný ræðir við tónskáldið og einleikarann um FEAST
Þriðji píanókonsert Daníels Bjarnasonar, FEAST, var saminn fyrir Víking Heiðar Ólafsson að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Útvarp og Fílharmóníusveitarinnar í Los Angeles. Konsertinn var frumfluttur í Walt Disney-tónleikahöllinni í Los Ang...
•
Season 1
•
Episode 4
•
26:47
Sinfónía nr. 1 – Halla Oddný ræðir við Högna Egilsson
Högni Egilsson hefur um langt árabil verið meðal kunnustu tónlistarmanna landsins. Þessir spennandi tónleikar í Föstudagsröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru helgaðir nýrri sinfónískri tónlist Högna og mun hann einnig koma fram sjálfur me...
•
Season 1
•
Episode 3
•
19:49
Töfrar fortíðar – Halla Oddný ræðir við Þórunni Ósk
Í hverri sinfóníuhljómsveit starfa hátt í hundrað manns sem hver og einn á að baki langt og strangt nám í sinni grein. Hver leggur sitt af mörkum til heildarinnar en er um leið fær um að stíga inn í sviðsljósið sem einleikariþegar færi gefst.&n...
•
Season 1
•
Episode 2
•
42:12
Strauss og Shostakovitsj – Halla Oddný spjallar við Árna Heimi
Í fyrsta þætti Hlaðvarps Sinfóníuhljómsveitar Íslands spjallar Halla Oddný Magnúsdóttir við Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing um verkin á efnisskrá fyrstu tónleika grænu raðarinnar í vetur, sem bera yfirskriftina Strauss og Shostakovit...
•
35:32