
Hljómkviðan – Hlaðvarp Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Í Hljómkviðunni er hlustendum veitt fjölbreytt innsýn í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Rætt er við fólk sem tengist hljómsveitinni á einn eða annan hátt. Hugað er að sögu sveitarinnar, ýmsum hliðum starfseminnar og auðvitað tónlistinni sjálfri.
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur ríflega 100 tónleika á ári hverju af ýmsum toga og tekur á móti breiðum hópi áheyrenda. Leyfðu þér að hrífast með og kynntu þér tónleika sveitarinnar á vefnum sinfonia.is og á samfélagsmiðlum.
Hljómkviðan – Hlaðvarp Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Strauss og Shostakovitsj – Halla Oddný spjallar við Árna Heimi
Í fyrsta þætti Hlaðvarps Sinfóníuhljómsveitar Íslands spjallar Halla Oddný Magnúsdóttir við Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing um verkin á efnisskrá fyrstu tónleika grænu raðarinnar í vetur, sem bera yfirskriftina Strauss og Shostakovits.
Verkin sem fjallað er um:
Richard Strauss Hornkonsert nr. 1
Dmítríj Shostakovitsj Píanókonsert nr. 2
Richard Strauss Don Juan
Tónleikarnir fara fram í Eldborg og í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV miðvikudaginn 6. október 2021 kl. 20.00