Hljómkviðan – Hlaðvarp Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Strauss og Shostakovitsj – Halla Oddný spjallar við Árna Heimi

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Í fyrsta þætti Hlaðvarps Sinfóníuhljómsveitar Íslands spjallar Halla Oddný Magnúsdóttir við Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing um verkin á efnisskrá fyrstu tónleika grænu raðarinnar í vetur, sem bera yfirskriftina Strauss og Shostakovits.

Verkin sem fjallað er um:

Richard Strauss Hornkonsert nr. 1
Dmítríj Shostakovitsj Píanókonsert nr. 2
Richard Strauss Don Juan

Tónleikarnir fara fram í Eldborg og í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV  miðvikudaginn 6. október 2021 kl. 20.00