Hljómkviðan – Hlaðvarp Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Töfrar fortíðar – Halla Oddný ræðir við Þórunni Ósk

Sinfóníuhljómsveit Íslands | Iceland Symphony Orchestra Season 1 Episode 2

Í hverri sinfóníuhljómsveit starfa hátt í hundrað manns sem hver og einn á að baki langt og strangt nám í sinni grein. Hver leggur sitt af mörkum til heildarinnar en er um leið fær um að stíga inn í sviðsljósið sem einleikariþegar færi gefst. 

Á næstu tónleikum Grænu raðarinnar, sem að þessu sinni bera yfirskriftina Töfrar fortíðar, stígur Þórunn Ósk Marinósdóttir, leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, á svið í einleikshlutverki í verkinu Lachrymae eftir enska 20. aldar tónskáldið Benjamin Britten. Lachrymae er samið út frá sönglagi Johns Dowland frá 16. öld. Lagið sjálft verður flutt af tenórsöngvaranum Benedikt Kristjánssyni í upphafi tónleikanna.

Halla Oddný Magnúsdóttir ræðir hér við Þórunni Ósk um víóluna, verkin á efnisskránni og töfra tónlistarinnar.

„Tónn fiðlunnar berst eins og ör sé skotið af boga aftur á aftasta bekk, meðan víólutónninnn berst meira svona eins og þegar þú sleppir pysju út á haf,“ segir Þórunn Ósk m.a. í viðtalinu.